Skoðað: 1.386
Eitt vinsælasta kortaspilið sem komið hefur af Kickstarter. Hannað og teiknað af myndasöguhöfundinum Matthew Inman (The Oatmeal) sem er þekktur á netinu. Einfalt og fyndið.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2020 5 Seasons Best International Card Game – Tilnefning
- 2015 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
Baldur –
Fljótlegt spil að spila. Góð upphitun fyrir spilakvöldið.
Ef þú ert fyrst/ur til að detta úr getur verið löng og leiðinleg bið fyrir þig á meðan leikurinn klárast.
Þetta spil hefur byrjað ófá stríð á spilakvöldum hjá mér… það er jákvætt.
Erla Björk Helgadóttir –
Mjög skemmtilegt spil þar sem maður nýtir kænsku til að vinna. Stutt og hentar vel til að byrja spilakvöldið. Hentar í fjölskylduboð eða með vinunum. Mæli eindregið með þessu spili.
Lillian –
Fljótlegt og skemmtilegt.
Hentar mjög vel á spilakvöldum fyrir unglinga, fullorðna og cat lovers
Margrét –
Skemmtilegt spil, og þægilegt að það stendur á hverju spili hvað það gerir. En myndirnar á spilunum eru svo skelfilega ljótar að mig verkjar nánast í augun.
Erla –
Spila þetta oft við krakkana á heimilinu. Létt og laggott spil sem er auðvelt að grípa í þar sem það er frekar fljótspilað.
Sigurlaug –
Skemmtilegt og fljótlegt spil. Fínt í upphitun á spilakvöldum. Auðvelt að læra. Leiðbeiningar skýrar og það stendur á öllum spilunum hvað þau gera.
Katrín Rós –
Spil sem einfaldlega lætur alla springa úr keppnisskapi og ekki sakar um að það er fljótlegt að spila og bíður upp á aukapakka sem gera spilið ennþá skemmtilegra
Sylvía Halldórsdóttir –
Mjög skemmtilegt spil sem er einfallt að læra. Ekki skemmir að það er hægt að fá skemmtilega aukapakka til að bæta í fjörið. Finnst skemmtilegra að spila það þegar fleiri en tveir leikmenn eru, tekur ekki langan tíma svo leikmenn sem detta út þurfa ekki að bíða lengi.
Ingibjörg Jóna –
Hrikalega skemmtilegt að grípa í þetta í góðra vina hópi. Auðvelt að læra spilið. Mæli með.
Anna Ólöf Kristófersdóttir –
Fyndið, fljótlegt og skemmtilegt 🙂
Sigríður –
Ófá spilamóment með krökkunum, alltaf jafn skemmtilegt. Einfalt, fljótlegt og þægilegt spil.
Stefán Ingvar Vigfússon –
Spil sem er létt og þægilegt að grípa í. Svona frekar mikil heppni í því, en fínt inn á milli
straumland –
Þessu spili tókst aldrei að grípa mig. Er einfalt og fljótlegt og inniheldur skemmtilegan húmar. Hægt að spila með börnum.
Eidur S. –
Allt í lagi spil sem er kannski aðeins að reyna of mikið að vera fyndið. Leikurinn gengur út á að enda ekki með sprengju spil á hendinni sinni án þess að geta notað annað spil til þess að stoppa það. Þegar þú átt að gera getur þú spilað út spili eða dregið spil úr bunkanum.
Spilin sem þú spilar út gætu leyft þér að sjá efstu spilin í bunkanum, draga spil af andstæðingnum þínum, ofl. Hins vegar gætu hinir leikmennirnir einnig spilað út spilum til þess að stoppa þig við það sem þú ert að reyna að gera. Það endar oft með því að allir eru að spila út spilunum sínum til að bregðast við einhverju sem var að gerast og er leikurinn lang-skemmtilegastur þá.
Það sem spilið gerir vel er að vera fljótlegt og létt í spilun. Heppni spilar mikið inn í hver vinnur, sem getur verið kostur eða galli eftir hópum sem er að spila.
Daníel Hilmarsson –
ótrúlega skemmtilegt spil sem er fljótspilað og auðvelt að læra. Oft stendur einhver algjör steik á spilunum sem er gaman að lesa og veitir lukku barna