The Fellowship of the Ring: Trick-Taking Game er samvinnuspil sem er spilað í meira en átján köflum sem leiða ykkur í gegnum atburði bókarinnar The Fellowship of the Ring. Hægt er að spila kaflana í hvaða röð sem er, en það liggur svolítið beint við að taka þá í réttri röð.
Í hverjum kafla tekst hvert ykkar á við mismunandi hlutverk — Fróða, Gandalf, Sám, Pippin, Maggott bónda og svo framvegis — og hver persóna er með skilyrði sem þarf að ná til að klára kaflann og halda áfram í sögunni. Fróði þarf til dæmis að fá hringaspil, á meðan Pippin vill fá eins fáa slagi og hægt er. Á meðan þið ferðist í gegnum kaflana birtast nýjar persónur, hlutir og áskoranir.
Í stokknum eru 37 spil, og eitt spil er tekið út fyrir hverja hönd. Hvert ykkar sem fær Hringinn verður Fróði, og aðrir velja sér persónur sem eru í boði út frá höndinni sinni. Hringurinn er eina trompspilið (en ekki eina hringspilið), og það má ekki spila út hringspili sem fyrsta spili fyrr en eitt hefur verið sett í slag.
Í tveggja-manna spili er ein hönd gefin til „gervi-leikmanns“, og sum spil látin snúa upp og önnur niður. Þessi leikmaður fær persónu, og annað ykkar spilar út spilum fyrir þennan leikmann eftir því hvaða spil eru laus.
Í einmennings-útgáfunni færðu fjórar hendur með spilum sem snúa upp, og hver höndin fær persónu — en aðeins fáein spil í einu. Eftir hverja umferð, þá dregur þú nýtt spil fyrir hverja hönd.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar