Fit to Print er flísaspil um fréttablað sem gerist í krúttlegu skógarsamfélagi sem heitir Thistleville. Hvert ykkar er ritstjóri dagblaðs þar, og keppist um að grípa stóru fréttirnar og myndir sem henta, og ekki gleyma auglýsingum! Þegar þið eruð búin að taka allt saman sem þið ætlið að setja í blaðið, þá er kominn tími til að hanna forsíðuna. Tókuð þið nóg af flísum til að fylla forsíðuna, en ekki svo margar að þið þurfið að henda þeim? Spilið gerist á þremur dögum þar sem reynt verður á hæfileika ykkar sem ristjórar.
Í Fit to Print gerið þið öll á sama tíma. Þú veljur flísar og staflar þeim á skrifborðið þitt þar til þú heldur að þú sért með nóg efni í fullkomna forsíðu. Þá kallar þú „Umbrot!“ (eða layout á ensku) og byrjar að hanna forsíðuna þína með því að raða upp efninu sem þú safnaðir — og mátt hvorki bæta við né henda. Þegar allt er tilbúið, þá kallar þú „Prenta!“ og færð að velja aðalfréttina þína fyrir næstu umferð. Þessi stressandi rauntímaþraut inniheldur yfir 100 mismunandi flísar fyrir blöðin ykkar, 6 persónur sem gera hluti misvel og nóg af Skúbbfréttaspilum (e. Breaking News Cards) svo spilið verður aldrei eins.
Ef það hentar ykkur ekki að henda ykkur í stressið sem rauntímaspilun gerir, þá er líka hægt að spila Fit to Print í rólegri útgáfu þar sem þið skiptist á að draga ykkur flísar og raða á forsíðurnar ykkar. Svo er líka hægt að spila þetta upp á eigin spýtur og keppast um að safna fleiri stigum en síðst.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2024 American Tabletop Casual Games – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar