Five Crowns

Rated 4.33 out of 5 based on 6 customer ratings
(6 umsagnir viðskiptavina)

3.250 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-7 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Marsha J. Falco

Availability: * Uppselt *

Uppselt

Þessi vara er ekki til í augnablikinu.
Vilt þú fá tilkynningu þegar hún kemur aftur?

Vörunúmer: NGSS2-44109 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 582

Ertu einn af þeim sem þjáist af valkvíða í rommí um hvort áttan eigi heima í röð eða setti? Eða eru allir samsetningamöguleikarnir einmitt það sem þú dýrkar? Ef þú elskar það við spilið (eða hatar), þá getur þú fagnað (eða kviðið) því hlutirnir geta farið batnandi (eða versnandi)!!!

Five Crowns er fallegt og einfalt spil með spilastokkum fyrir alla fjölskylduna en það líkist einna helst rommí nema hvað að það eru tveir stokkar í spilinu með fimm sortum; hjarta, spaði, tígull, lauf og STJARNA, auk sex jókera. Þessi einstaki stokkur gefur því mun fleiri möguleika til að mynda raðir og sett. Áskorunin felst í að velja réttu samsetninguna, loka fyrstur spilinu og horfa á andstæðingana reyna að bjarga sér fyrir horn. Það tekur 11 umferðir að klára spilið, hver leikmaður fær 3 spil í fyrstu umferð (þá gilda þristarnir allt), fjögur þar á eftir (fjarkarnir gilda allt)… og þannig gengur það upp í 13 spil (þá eru kóngarnir allsráðandi).

Þar að auki er hægt að nota Five Crowns til að leggja kapal en leiðbeiningar fyrir Five Crowns kapal er að finna í leikreglunum.

Spilið er ekki búið fyrr en kóngarnir ráða ríkjum! Góða skemmtun!

Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Útgefandi

Útgáfuár

Spilatími

6 umsagnir um Five Crowns

  1. Einkunn 5 af 5

    Lillian (staðfestur eigandi)

    Mjög skemmtilegt kortaspil!

  2. Einkunn 5 af 5

    Erla Björk Helgadóttir

    Mjög skemmtilegt spil.

  3. Einkunn 5 af 5

    Lára

    Spil sem er tekið með í öll ferðalög. Einfalt og alltaf hægt að taka það upp, spil sem að er ekki lokið fyrr en í síðustu umferð , kemur oft skemmtilegt tvist í lokinn. Má í raun líkja þessu við rommí 🙂

  4. Einkunn 2 af 5

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Mér finnst þetta spil ekkert sérstakt, það svipar til rommí en tekst að vera aðeins minna spennandi

  5. Einkunn 4 af 5

    Daníel Hilmarsson

    Skemmtilegt spil! Leikreglurnar minna á “Rummy” nema með auknu twisti. Það eru 5 slagir (í stað 4), leikurinn hefst með 3 spilum á hendi og þá eru þristar tromp. Svo bætist eitt spil í hverri umferð og er því miserfitt að “loka” eftir umferðum.

  6. Einkunn 5 af 5

    Þórunn Kristinsdóttir

    Virkilega skemmtilegt spil

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;