Flower Fields er spil þar sem þið leggið flísar til að reyna að skapa aðlaðandi blómagarð.
Spilið á sér stað yfir 3 árstíðir, sem hver er sett saman úr mismörgum umferðum. Þegar þú átt leik áttu að framkvæma eina aðgerð, annað hvort með því að taka blómaflísar af enginu og setja þær í garðinn þinn, taka býflugur af enginu, eða setja býflugur í garðinn þinn.
Þegar þú tekur blómaflísar þá ættir þú að velja næstu flís á eftir sólarmerkinu í hringnum utan um engið, en þú mátt eyða býflugum sem þú átt og setja á þá flís til að sleppa við hana. Passaðu vel upp á býflugurnar þínar og veldu bestu blómin.
Blómaflísar þurfa að tengjast að minnsta kosti einni annarri flís í garðinum þínum. Búðu til stór beð með samlitum blómum og notaðu býflugurnar til að frjóvga þau og gera þau verðmætari. Safnaðu býflugnabúum og losnaðu við kóngulóarvef til að safna fleiri býflugum í lok árstíðar.
Árstíð lýkur þegar síðasta blómaflísin hefur verið tekin af hringnum utan um engið. Við lok þriðju árstíðarinnar lýkur spilinu.
Þú færð stig fyrir verðmætasta svæði hvers litar: Rauð/gul/blá svæði fá jafn mörg stig og fjöldi flísa margfaldaður með fjölda býfluga á því svæði; Hvítu svæðin fá 1 stig fyrir hvert pláss á því svæði. Svo eru 5 stig í boði fyrir hverja fulla röð og/eða dálk á garðspjaldinu þínu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar