Foothills

5.460 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 30-45 mín.
Höfundur: Ben Bateson, Tony Boydell

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: LK0110 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 81

Fólkið sem byggði lestarkerfið kom með góð stígvél og fékk skóflurnar gegn veði; fyrir vinnuna féngust miðar sem hægt var að eyða í versluninni eða (sem var líklegra) á barnum! Sem hluti af genginu, eða formaður, þá eruð þið ábyrg fyrir liðinu ykkar þar sem það ferðast um Mið- og Norður-Wales: grefur fyrir og leggur teinana, og hjálpar stöku farþega á leið sinni. Foothills gefur ykkur tækifæri til að taka þátt í risavaxinni uppbyggingu á lestarkerfi án þess að missa sjónar á smáatriðunum. Stjórnið fólkinu ykkar vel, svo það komist á pöbbinn í lok vaktarinnar.

Foothills er taktískt og athyglisvert tveggja-manna kortaspil. Þið þurfið að nota aðgerðarspilin fimm á klókan hátt, safna aðföngum, hreinsa rusl, leggja teina og byggja stöðvar, og nota aðgerðirnar sem þið aflæsið; allt þetta á meðan þið safnið fleiri stigum en andstæðingurinn — vonandi. Því að lokur er það leikmaðurinn sem fékk fleiri stig sem sigrar.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2019 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning

Karfa
;