Fountains

7.970 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 1-5 leikmenn
Spilatími: 30-45 mínútur
Hönnuður: Kedric Winks

Availability: Til í verslun

- +
Vörunúmer: TOP-HB183 Flokkur:

Velkomin til hinnar glæsilegu Florimelle borgar, þar sem mikið fegrunarátak er hafið. Í Fountains ert þú meistara gosbrunnahönnuður með það verkefni að umbreyta görðum og torgum Florimelle með því að skapa magnaðasta gosbrunn sem heimurinn hefur séð!

Fountains er taka-og-gera spil þar sem hvert ykkar byrjar með kringlóttan gosbrunn sem er með stút og pláss fyrir fjögur sérkenni.

Þegar þú átt leik, þá hreytir þú einn af merklunum um 1-3 reiti réttsælis í kringum aðalborðið, sleppir uppteknum reitum, til að lenda á tómum reit. Þú tekur svo efstu flísina við hlið reitsins og bætir á borðið þitt. Þú mátt stækka upp eða út eða bæði, en þú vilt tryggja að þú sért með stút á efstu hæð og að vatnið flæði um allar hæðirnar, því annars ertu með dauð svæði sem gefa engin stig. Ef þú stoppar við kringlótt sérkenni í stað flísanna, þá máttu velja eitt sérkenni og bæta því við tómt pláss á gosbrunninum þínum.

Þegar einhver lendir á grænum, bláum eða hvítum reit með eins litt peð, þá skora allir fyrir hlutinn sem er eins: Vatnaliljublöð, aðgreindar laugar með sírennsli, og fiskar. (Það eru þrjár tegundir af fiskum, og það ykkar sem skorar fyrir fisk ræður hvaða lit er skorað fyrir.) Fyrir hvern hlut fáið þið 1, 2, 3, og svo framvegis, stig eftir því á hvaða hæð hluturinn er (þeirri fyrstu, annarri…)

Þegar eitthvert ykkar fær ákveðið mörg stig, þá skorið þið öll fyrir alla þrjá litina aftur, og fáið lokabónusa eins og 2 stig fyrir hvern pening, og 4 stig fyrir fiskasett í 3 litum.

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Spilatími

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Fountains”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa