Frosthaven

39.995 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 90-180 mín.
Höfundur: Isaac Childres

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: CPH0601 Flokkur: Merki:
Skoðað: 63

Frosthaven er lítil útvarðarstöð lengst norður af höfuðborginni White Oak. Þar herjar jafnt á íbúa þungt veður og harðar innrásir frá þekktum og óþekktum öflum. Svo lukkulega vill til að hópur málaliða, sem má muna fífil sinn fegurri, ætlar að hjálpa til við að lyfta þessari nýlendu upp úr harðindunum sem hún er í. Málaliðarnir munu ekki aðeins þurfa að eiga við ógnirnar sem herja á héraðið, heldur líka harðneskjulegan kuldann. Svo gæti þurft að semja frið við einhverja illilega nágranna til að eiga möguleika á að verjast enn skelfilegri öflum.

Frosthaven er sjálfstætt ævintýri frá hönnuði og útgefendum Gloomhaven, með sextán nýjum persónum, þremur nýjum kynþáttum, meira en tuttugu nýjum óvinum, meira en hundrað nýjum hlutum, og nýrri 100-sena herferð. Persónur og hlutir úr Gloomhaven eru nothæfir í Frosthaven, og öfugt.

Til viðbótar við að nota hið þekkta bardagakerfi úr Gloomhaven, er Frosthaven með aðra hluti, eins og ráðgátur til að leysa, árstíðabundið viðburðakerfi til að fara í gegnum, og stjórn leikmanna á því hvernig þorpið stækkar, þar sem hver ný bygging býður upp á nýjar leiðir til að taka framförum.

Frosthaven er með heilt nýtt sett hluta, en það er aðferð við að taka hluti úr Gloomhaven. Þar sem Frosthaven er lengst úti í… er mjög langt í burtu frá öllu, þá er hægt að flytja inn hluti, en þeir eru ekki í boði frá upphafi. Aðföng eru mjög verðmæt, og þið þurfið að búa til hluti með smíðakerfi, frekar en að bara versla þá.

Athugið: Þetta spil er tæp 16 kg. og umfangsmikið eins og sést í myndbandinu að neðan. Aðeins er hægt að sækja spilið í verslun eða fá sent með Póstinum og greiða sendingarkostnað við afhendingu skv. verðskrá Póstsins.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2023 American Tabletop Complex Games – Meðmæli
Þyngd 16 kg
Stærð 29 × 34 × 45 cm
Aldur

Spilatími

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Frosthaven”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;