Ef spjaldið inniheldur hlut í réttum lit þá er sá sem er fyrstur til að grípa hlutinn sem fær að eiga spjaldið sem stig. Ef enginn hlutur er í réttum lit þá á að grípa hlutinn sem að myndin sýnir ekki og liturinn hans er ekki á myndinni. Það er alltaf bara einn réttur hlutur.
Maður er fljótur að komast upp á lagið með að sjá hvað vantar og það er hraðinn og frumskógarlögmálið sem gildir.
Fanný Þórsdóttir –
Frábært spil. Við erum búin að skemmta okkur mikið um jólin, öll fjölskyldan við að spila þetta skemmtilega spil.
Svanhildur –
Fá spil kveikja eins mikið í hausnum á manni. Mér finnst alltaf gaman að taka smá keppni í þessu spili og tala ekki um allar viðbótar reglurnar sem hægt er að bæta við.
Anna Karen –
Æðislegt spil, ekki flókið, auðveldar reglur
Hjördís Jóna Bóasdóttir –
Virkilega skemmtilegt fjölskylduspil sem fær mann til að hugsa.
Una Hildardóttir –
Skemmtilegt spil fyrir fjölskyldur og börn. Slær alltaf í gegn
Guðlaug Bára Helgadóttir –
Ótrúlega skemmtilegt spil!
Erla –
Frábært spil fyrir allan aldur.
Heiða Rún Ingibjargardóttir –
Æðislegt spil og einfaldar reglur og skemmtilegast er að eiga nokkur og blanda þeim saman… þegar allir eru búnir að ná tökum á spilinu.
Hafdís –
Hresst og spennandi spil sem kemur manni til að þurfa hugsa. Virkar fyrir börn sem fullorðna.