Hvernig lætur þú vistkerfi dafna með nægilega miklu lífi af hverri gerð til að búa til fæðukeðju sem heldur uppi risaeðlum sem ríkja yfir landinu? Það er fátt um auðlindir, dýr geta orðið útdauð á svæðum, og öll þurfa þau að éta til að lifa — svo þið þurfið að vanda ykkur. Lífið snýst um jafnvægi.
Gods love dinosaurs er ósvífin, villt, og tímalaus nálgun á vísindalega söguna, þar sem þú ert guð sem þarft að smíða vistkerfi sem viðheldur bæði rándýrum og dýrunum sem þau borða. En þar sem þú elskar risaeðlur, þá viltu búa til eins ,margar af þeim og þú getur!
Í hverri umferð þá bætir þú flís við vistkerfið þitt, sem gefur nýjum dýrum færi á að vaxa. Við og við munu risaeðlurnar þínar trampa um vistkerfið og borða öll dýrin. Þeim mun meira sem þær borða, þeim mun fleiri eggjum verpa þær — og þeim mun fleiri stig færðu! En þú þarft að passa að þær éti ekki of mikið, annars verður ekki nóg af mat til að halda risaeðlunum á lífi næst.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar