Hashi byggir á hugmyndinni á bak við Hashiwokakero þrautunum (Hashi þýðir brú) sem ganga út á að tengja eyjar með brúm, en er aftur á móti samkeppnisspil þar sem þú reynir að „klára“ eins margar eyjar og þú getur.
Til að spila, þá ákveða leikmenn hvaða hlið borðsins á að nota, og fjarlægja eitt spil úr stokknum án þess að kíkja á það. Þegar þú átt leik, þá snýrðu við spili sem sýnir tölu (1-6) og fjölda brúa. Skrifaðu töluna á eyju sem enn er ekki með tölu, en ef eyjan er með fána verður a.m.k. ein brú að vera tengd henni. Svo teiknar þú þann fjölda brúa frá númeruðum eyjum að eyjum sem liggja hjá þeim með eftirfarandi reglum:
- Þú mátt ekki krossa brúm
- Á hverja punktalínu má teikna mest tvær brýr (samhliða).
- Fjöldi brúa sem tengist eyjunni má ekki vera hærri en talan á henni
- Þú mátt sleppa öðrum eða báðum hlutum spilsins ef þú vilt eða þarft. Ef fjöldi brúa sem snertir eyju er sá sami og talan á eyjunni, þá áttu að teikna hring um þá tölu. Ef þú ert fyrsti leikmaðurinn til að hringa allar eyjurnar með rauða flagginu, bláa flagginu, eða sex eyjar af einhverr gerð, þá færðu bónus og aðrir leikmenn srika yfir þann bónus hjá sér (lægri bónus er í boði fyrir leikmenn sem klára síðar).
Þegar öll 17 spilin eru komin fram, skora leikmenn 2 stig aukalega fyrir hverja eyju sem er hringuð. Leikmaðurinn með flest stig sigrar.
Einmenningsútgáfan af Hasi er spiluð alveg eins, nema að bónusar fást ekki nema spilið sé klárað undir ákveðnum fjölda umferða.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar