Kraftmiklar vélarnar drynja og bílarnir þjóta út úr myrkum göngum Pyrenea-fjallanna. Lítil mistök geta kostað grimm örlög, en verðlaunin í Spænsku Grand Prix keppninni halda ökumönnum við efnið.
Heat: Tunnel Vision kynnir tvær nýjar brautir til sögunnar við grunnspilið Heat: Petal to the Metal. Spænska Grand Prix fer með ykkur í gegnum fjölda ganga sem knýja ykkur til að treysta á innsæið í myrkrinu. Holland gerir ykkur kleift að keyra vélarnar í botn áður en þið þurfið að takast á við beygjur sem taka við af beygjum.
Bættu inn Meistarakeppninni 1965 með nýjum Front Wing spilum til að nýta þér loftstrauminn (e. draft) frá öðrum bílum og þjóta áfram til sigurs.
Þetta er önnur viðbótin við Heat: Petal to the Metal og bætir við svokölluðum chicanes, og göngum. Keppnin verður tæknilegri og enn spennuþrungnari. Front Wing spilin, ný atburðaspil, og viðbótar-leikmaður sem fjölgar mögulegum keppendum í sjö (átta ef þú átt Heavy Rain viðbótina fyrir).
Umsagnir
Engar umsagnir komnar