Hidden Games: Case 2: The Midnight Crown

6.870 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1-6 leikmenn
Spilatími: 90-180 mín.

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: PEG9064 Flokkur: Merki:
Skoðað: 22

Safnið í Great Falls þarfnast ykkar hjálpar!

Hinni frægu Miðnæturkórónu, erfðagrip ríkrar hefðarfjölskyldu, hefur verið stolið úr safninu á Safnanótt og eitthvað dularfullt skilið eftir. Á yfirborðinu er þetta einfalt innbrot en undir niðri krauma leyndarmál og leynimakk. Kastið ykkur í spennandi glæpamál og finnið leiðina að lausininni með margmiðlun. Þorpið hefur líka nokkrar beinagrindur í skápnum…

Það er ekki nauðsynlegt að hafa leyst fyrra málið, til að takast á við þetta. En höfundarnir mæla samt með því til að fá innsýn í hvernig serían virkar.

Eitt er víst, þetta kallar á atvinnufólk. Til að finna hinn seka þá þurfið þið að rannsaka öll skjöl gaumgæfilega, skoða fingraför, sannreyna fjarvistasannanir og gera ykkar eigin rannsóknir. Alvöru rannsóknarlögregla mun fylgja hverju spori til að afhjúpa leyndardóminn. Getið þið hugsað á nógu skapandi hátt? Það eru engin takmörk sett á sköpunargleðina í rannsókninni.

Sem lið þurfið þið að greina bréf, túlka viðtöl lögreglunnar sem hún hefur tekið af mismunandi grunuðum, eiga nokkur símtöl, og jafnvel gera rannsókn á internetinu. Leið ykkar að lausninni mun óhjákvæmilega vera margvídda. Skoðið fingraför, safnið öllum upplýsingunum, ræðið fjarvistarsannanir og tilefni. Á meðan á rannsókninni stendur þurfið þið aðgang að internetinu og síma sem þið getið notað til að fá SMS. Það er líka gagnlegt (en ekki nauðsynlegt) að hafa fartölvu eða spjaldtölvu við höndina. Farsímar eru leyfðir í þessu spili!

Þið ættuð að taka frá 1,5-3 klst. til að klára málið. Hins vegar er líka hægt að leggja allt til hliðar og halda áfram daginn eftir.

Þið munuð vinna saman sem lið, en ekki vinna gegn hvert öðru. Spilið hentar fyrir 14 ára og eldri, sem geta lesið og skilið ensku sér til gagns. Þetta er of flókið fyrir yngri börn, en þau ættu að geta hjálpað með eldra fólki í fjölskyldunni.

 

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Hidden Games: Case 2: The Midnight Crown”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

;