High Season! Grand Hotel gengur út á að reka þekkt hótel í Vín við upphaf 20. aldarinnar, og það er sérstaklega mikið að gera þessa stundina; það er þessi tími ársins! Gestir hvaðanæva að vilja skrá sig á herbergi, ma presto! og þau búast ekki við neinu öðru en einstakri þjónustu. Þú þarft að ráða til þín nýtt starfsfólk til að sinna þessu öllu. Jafnvel keisarinn sjálfur hefur tekið eftir fína hótelinu þínu — getur þú uppfyllt kröfur hans? Nú er það undir þér komið að standa þig betur en samkeppnin og skína á toppnum!
- Fljótlegt að stilla upp og spila
- Býður upp á mismunandi uppsetningu á hóteli (prentað á báðum hliðum)
- Endurnýtanleg, afþurrkanleg spjöld
Spilið tekur sjö umferðir að klárast, og á þeim tíma þarftu að takast á við hversdagslegan rekstur á hóteli: Undirbúa herbergi, koma gestum fyrir, ráða starfsfólk, sjá um fjármálin, og koma þér í mjúkinn hjá keisaranum. Þér mun takast þetta með því að velja réttu teningana fyrir aðgerðirnar sem þig vantar og fá bónusana sem eru á spjaldinu þínu. Það ykkar sem fær flest stig sigrar!
Lítil og nett útgáfa af hinu margverðlaunaða Grand Austria Hotel.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar