Komdu rokkveislunni af stað með Hitster: Rock Edition! Þriðju útgáfunni af þessu frábæra spili. Hinar fyrri eru upprunalega Hitster, og Smellur sem er með íslenskum slögurum. Þú getur blandað öllum þremur spilunum saman að vild.
Getur þú raðað tónlist síðustu 100 ára eða svo í tímaröð? Fyrsti leikmaðurinn sem nær upp í 10 spil í röð sigrar.
Opnaðu kassann, skannaðu inn QR kóðann á spili, og leyfðu tónlistinni að hljóma.
Svona er spilað:
- Taktu tónlistarspil og skannaðu QR kóðann á því með Hitster appinu (ókeypis á Apple App Store og Google Play) sem spilar lagið strax með Spotify.
- Giskaðu á hvenær lagið kom út með því að staðsetja það á tímalínuna þína.
- Snúðu tónlistarspilinu við. Ef það er rétt staðsett, þá máttu halda því.
Svo er hægt að nota sérstök Hitster spil til að gera spilið enn meira spennandi.
Inniheldur:
- Meira en 300 slagara sem koma hvaða partíi sem er vel af stað.
- Einfaldar reglur og örsnögg uppsetning.
Hitster er tónlistarspil þar sem þú þarf ekki að vera séní í tónlist til að spila. Einfaldlega giskaðu á hvort lagið var gefið út á undan eða eftir lögunum í tímalínunni þinni. Eftir því sem þér gengur betur, þá þyngist spilið. Ef þú veist hvað lagið heitir og hver flutti getur þú aukið sigurlíkur þínar.
Ef þér er mikið í mun að sýna fram á hve mikið þú veist um tónlist, þá er hægt að spila Pro útgáfu og jafnvel Expert þar sem þú þarft að vita nákvæmlega hvaða ár lagið kom út, hvað lagið heitir og hver flutti til að fá spilið.
Ertu tilbúinn að verða rokkstjarna kvöldsins?
Umsagnir
Engar umsagnir komnar