Skoðað: 121
I Would Kill Hitler er einfalt spil. Þið svarið „hvað myndir þú gera“ spurningu með spilum til að klára söguna. Þú hefur séð svoleiðis áður í partíspilum (skiptist á að dæma, dómari velur spil, það sem spilaði spilinu fær stig).
- Þið fáið öll 5 söguspil (e. Plot Card) á hendi.
- Söguspil eru hlutir, sjónarhorn, samræður, fólk, eða fyrirbæri í sögu sem þið VERÐIÐ að nota í sögunni ykkar ef spilinu er spilað.
- Það er aðeins einn dómari í hverri umferð sem les upp ímyndaðar forsendur af spili (e. Hypothetical Card).
- Þið hin veljið svo spil af hendi. Þið VERÐIÐ að nota það í sögunni.
- Dómarinn dæmir um hvaða saga var fyndnust, raunverulegust, eða sennilegust. Það ykkar sigrar umferðina.
- Það ykkar sem sigrar umferðina fær ímyndaða-forsendu-spilið til að halda utan um stigin sín.
- Þegar eitthvert ykkar er komið með 5 spil, er sigurvegarinn fundinn.
Spilið er innblásið af improv-upphitun sem leikarar gera fyrir sýningu, en er búið að fíntjúna og stilla af til að gera sem aðgengilegasta.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar