Hinn margverðlaunaði spilahönnuður Bruno Cathala kemur hér með spil þar sem þú ert í hlutverki garðyrkjumanns sem þarf að breyta eyðimörk í eitt af undrum veraldar, hengigarðana í Babýlón. Til að ná því þarftu að gróðursetja blóm, sem geta hjálpað þér að safna gimsteinum og fá fleiri aðgerðir — ef þú plantar þeim vel. Hvort sem þú velur að kaupa tré (sem aftengja blómareiti, en gefa þér stig) eða kaupa uppfærslur (eins og að fá tvö aukastig fyrir hvert tré í leikslok), þá er að safna sér gimsteinum mikilvægur hluti spilsins. Náðu þeim áður en andstæðingar þínir gera það, fáðu þér lærlinga og sendu þá til að fá stig í blómabeðunum þínum, blokkaðu aðra, og gættu vel að því hvaða uppfærslur þú átt að kaupa ef þú vilt verða besti garðyrkjumaðurinn þegar spilinu lýkur!
Ishtar: Gardens of Babylon
8.480 kr.
Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundur: Bruno Cathala, Evan Singh
* Uppselt *
Umsagnir
Engar umsagnir komnar