Mjög skemmtilegt og hratt spil þar sem leikmenn þurfa að vera fljótir að hugsa, ljúga og segja satt. Leikmenn skiptast á að fletta spili og þurfa samstundis að segja hvaða grænmeti er á spjaldinu. En ef sá sem gerði á undan setti út eða sagði sama grænmeti þarf leikmaður að ljúga um grænmetistegund! Það eru líka spil sem segja þér að alltaf þegar ákveðin grænmetistegund kemur upp þarftu að sötra!
Öll hik ah.. eða uh… valda því að þú þarft að taka bunkann!
Hægt er að spila þetta spil með Kakkalakkasalati til að hafa fleiri grænmetistegundir!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar