Krár, kænir kaupmenn, og töfrahlutir eru allt sem þú þarft til að verða ríkasti kaupmaðurinn í Kameloot! En hvora þeirra velur þú; Verður það kráin Vælandi uglan þar sem heilagir riddarar og galdramenn ráða ráðum sínum með ríkum kaupmönnum, eða Svarti kötturinn, þar sem bófar brugga launráð og seiðkarlar ráða ríkjum?
Passið ykkur á þeim sem skipta um lið, því það eru engin grið gefin!
Í stuttu máli:
- Kláraðu að safna töfrahlutum með hjálp annarra kaupmanna sem þú finnur á kránni.
- Skiptu laununum þegar safnið er klárt.
- Notaðu töfrahlutina.
- Og aftur, gættu þín á þeim sem skipta um lið … það er ekki nauðsynlegt að halda tryggð við sömu kránna.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar