Langt er um liðið síðan skipin lögðu upp í ferðina til Karúba. Þegar þau loksins leggjast við festar við eyjuna þarf hver leikmaður að stýra könnunarleiðangri með fjórum leiðangursmönnum. Þá er bara að rata réttu leiðina í gegnum þéttan frumskóginn að hofunum. Reyndar er það ekkert „bara“, því til þess þarf fyrst að finna og ryðja hina fornu frumskógarstíga! Það er eins gott fyrir þá að flýta sér, sem vilja verða fyrstir að hofunum og ná verðmætustu fjársjóðunum. Margir stígar enda í blindgötu og það þarf þolinmæði til að finna réttu (og bestu) leiðina í gegnum frumskóginn. Nei sko! Gullmoli! Þeim má safna, líkt og glitrandi kristöllunum sem leynast meðfram stígnum.
Sá leiðangur sigrar sem finnur verðmætustu fjársjóðina.
Þorri –
Mjög skemmtilegt og þægilegt fjölskylduspil. Þar sem hver leikmaður er með sína mottu, þá er ekkert um árekstra og þess vegna þægilegt að spila í breiðum aldurshópi.
Inga Sigurðardóttir (staðfestur eigandi) –
Eitt af uppáhalds spilum okkar fjölskyldunnar. Einfalt, stutt og stórskemmtilegt fyrir alla.