Keemun Divine er líka kallað Keisara-keemun, og hefur mikla fyllingu og er svolítið kröftugra en önnur Keemun te, en með fremur lítið tannín.
Bragð
Teið er gullið að lit með fínlegt og rúnnað bragð með náttúrlegri sætu.
Uppáhellingur
Keemun Divine Organic er klassískt svart te. Því þarf það að liggja í 3 mínútur í 100°C heitu vatni til að fá ákjósanlegasta bragðið.
Hvað er svart te?
Svart te, eins og grænt og hvítt te, kemur af teplöntunni Camellia Sinensis. Svart te er algerlega gerjað (þ.e. oxað) og er sú tegund tes sem hefur lengstan framleiðsluferil: tína, þurrka, rúlla, gerja, og rista. Til að ná sem mestum gæðum eru aðeins efstu, þunnu og dökku sprotarnir tíndir. Tvö lauf og knúpur eru tínd saman, þ.e. tvö lauf og toppsprotinn á milli þeirra.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar