Sólin skín, vindurinn blæs, og þú veist upp á hár hvað þú ætlar að gera — safna vinunum saman og fljúga flugdrekum saman!
Í Kites vinnið þið saman að því að halda flugdrekunum ykkar — sem eru táknaðir með tímaglösum — á lofti. Skiptist á að spila út spilum, snúa tímaglösunum, og stilla ykkur saman við aðra leikmenn til að gæta að því að ekkert tímaglasanna renni út. Ef það gerir það, þá hefur flugdreki hrapað! Bætið flækjuspilum við til að gera spilið enn erfiðara.
Spilið öllum flugdrekunum í stokknum út, og allir sigra!
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2023 American Tabletop Early Gamers – Meðmæli
- 2022 Golden Geek Best Party Game – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Cooperative Game – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar