Spurningaspil fyrir krakka um allt milli himins og jarðar!
- Hvaða dýr ferðast á nóttunni og sofa á hvolfi?
- Frá hvaða landi koma pítsur og pasta?
- Hverjir segja Hakuna Matata?
Krakkakviss er stórskemmtilegur spurningaleikur sem hægt er að spila við öll tækifæri. Spilið inniheldur 100 spjöld með 300 spurningum um allt mili himins og jarðar.
Haltu þína eigin spurningakeppni eða skoraðu á vin og sjáðu hver getur svarað flestum spurningum.
Einnig er til Jóla-Krakkakviss og Pöbbkviss.
Erla –
Tók þetta með í ferðalagið í sumar og var þetta mikið notað. krakkarnir höfðu gaman að því að spurja hvert annað og voru komin með allt fullorðna fólkið með sér í spurningakeppni. Mæli eindregið með.
sigrunasta69 –
Skemmtilegt spurningaspil sem höfðar til yngri kynslóðarinnar