Disney útgáfa af hinu klassíska Labyrinth barnaspili þar sem leikmenn reyna að koma peðunum sínum í gegnum völundarhús til að finna töfrahluti sem þar leynast. Þegar þú átt leik færðu eina flís til að setja í völundarhúsið, til að reyna að smíða leið fyrir þitt peð að töfrahlutnum. Svo máttu hreyfa peðið eins langt og það kemst að töfrahlutnum. Þá á næsti leikmaður leik, og tekur flísina sem féll af borðinu þegar þú settir þína í, og svo koll af kolli.
Einfalt spil sem leynir á sér.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2002 Japan Boardgame Prize Best Childgame – Tilnefning
- 1988 Årets Spel Best Family Game – Sigurvegari
- 1986 Spiel des Jahres – Meðmæli
Daníel Hilmarsson –
Eitt af uppáhaldsspilunum mínum sem barn en hér í endurútgáfu með disneymyndum og persónum, sem hjálpar að ná áhuga yngri kynslóða. Hver leikmaður dregur í byrjun x fjölda “fjarsjóða” og markmiðið er að komast eftir brautunum í völundarhúsinu til að finna allan fjársjóð. Hljómar auðvelt og er mjög auðvelt að skilja og spila en reynir á hugsun og útsjónarsemi til að búa til bestu leiðina í gegn og að “sínum” fjarsjóðum. Leikborðið er með einni leikplötu/-spjaldi of mikið, sem sá sem á að gera getur sett inn hvar sem er og þá hreyfist allt leikborðið og þar með leiðirnar í gegnum völundarhúsið í leiðinni.