Gullið þitt er aldrei öruggt í Last Chip Standing! Það eru bófar til hægri og vinstri, og potturinn í miðjunni stækkar í sífellu. Kastaðu teningunum, og biddu fyrir því að kúlurnar þjóti framhjá, því annars þarftu að gefa frá þér gullið þitt.
Þetta er ofur-einfalt og auðlært spil fyrir unga sem aldna, og spilast yfirleitt á undir 10 mínútum. Örsmátt spil sem passar í flesta vasa og hentar þvi vel í ferðalögin.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar