Breiddu út vængina og taktu flugið í Nestlings!
Spilaðu sem ein af fjórum einstökum fuglategundum og kepptu um að vera á undan í fjórum mismunandi lífbeltum sem hvert um sig iðar af mismunandi afurðum til að safna. Eftir því sem líður á spilið mun spennan aukast og hver ákvörðun verður mikilvægari.
Í hverri umferði kastar hvert ykkar sínum teningi og leggur í lífbeltin til skiptis, réttsælis. Þegar þið hafið sett alla teningana ykkar, eða hafið valið að segja pass, þá er hvert lífbelti gert upp.
Það ykkar sem fyrst setti tening í ákveðið lífbelti fær forgang og verðlaunin fyrir það: velja afurð fyrst, og henda afurð til að eyðileggja fyrir öðrum. Hins vegar, ef annar leikmaður setur fleiri teninga í sama lífbelti, þá fær sá forgang. Þegar forgangurinn hefur verið gerður upp fyrir lífbeltið, þá takið þið afurðir til að fæða ungana og bætið eins við afurðahringinn ykkar.
Þegar öll lífbeltin hafa verið gerð upp — líka villta graslendið á miðju borðinu — þá skorið þið stig eftir því hve margir ungar ykkar fengu að borða og hve margir hlutar eru í afurðahringnum ykkar, óháð því hvenær þeir voru lagðir niður.
Eftir því sem líður á spilið eykst spennan, því þið þurfið að taka lykilákvarðanir á leiðinni, sem gætu tryggt ykkur sigur eða kallað fram ósigur. Ætlar þú að gefa ungunum að borða og fá stig strax, eða taka aðra afurð til að klára hluta af afurðahringnum þínum, og fá þannig bónus og setja af stað kraftmikla keðjuverkun? Notar þú gjaldmiðil spilsins til að kveikja á öðru leiksloka-markmiði eða geyma það fyrir stig? Munt þú nota annan tening til að tryggja forgang, eða taka sénsinn og fara í annað lífbelti til að hirða leifarnar þar?
Eftir fjórar umferðir, þá lýkur spilinu og þið sýnið leiksloka-markmiðin ykkar og teljið stigin.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar