Fyrir hvert einasta skipti sem þú hefur hugsað „af hverju gerði ég ÞETTA!?“, þá er hér komið hið fullkomna spil fyrir þig. Nú getur þú sótt þér stig fyrir hræðilegar ákvarðanir fortíðarinnar. Never have I ever er partíspil til að hlægja að allri vitleysunni sem þú og vinir þínir hafa gert, og njóta þess að aðrir eru jafn vitlausir og þú.
Í kassanum eru hundruðir spila sem eru sérhönnuð fyrir eftirminnilegt partí. Mundu bara að því meira sem þú hefur gert, og þeim mun meira sem þú viðurkennir að hafa gert, þeim mun betur gengur þér. Svo skildu skömmina eftir heima og skemmtu þér vel!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar