Skemmtilegt og nett fjölskylduspil sem auðvelt er að kenna og er enga stund að stilla upp.
Þessi útgáfa af Next Station gerist í París. Eins og í hinum spilunum, þá er spil dregið og allir tengja lengja sína lestarleið með því að tengja endastöð við táknið á spilinu. Svo fást líka stig fyrir að fara inn í sem flest hverfi og hafa sem flestar stöðvar í einu hverfi. Það eru grunnreglurnar sem eru eins í öllum spilunum.
Að auki færðu stig fyrir að fara yfir brýrnar í París, heimsækja heimsþekkta staði í París, og nýta sér aðalstöðina.
Hvert ykkar gerir bestu leiðirnar í París?
Umsagnir
Engar umsagnir komnar