Hannaðu besta griðlandið fyrir dýrin á 5 umferðum.
Í hverri umferð dragið þið þrjú spil, leggið eitt niður og látið hin ganga (svokallaður handagangur, eða drafting). Á hverju spili eru 4 lífbelti, hvert með dýri. Þegar þú leggur spil, þá verður þú að leggja það yfir AÐ MINNSTA KOSTI eitt lífbelti. Griðlandið sjálft má ekki verða stærra en 6×6.
Í hverju spili munuð þið hafa mismunandi markmið sem gefa ykkur stig. Fyrir hverja umferð teljið þið aðeins sum markmiðin sem voru valin fyrir spilið, svo þú þarft að breyta griðlandinu yfir spilið til að fá sem flest stig.
Eftir 5 umferðir, þá sigrar það ykkar sem fékk flest stig.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar