No thanks! er spil sem er hannað til að vera jafn einfalt og það er skemmtilegt.
Reglurnar eru einfaldar. Þegar þú átt að gera, þá hefur þú um tvennt að velja:
- Spila út einni flís til að þurfa ekki að taka upp spilið, eða
- taka upp spilið (og allar flísar sem búið er að setja á það) og snúa við næsta spili.
Það er hins vegar ekki svo einfalt að velja því þú ert að reyna að fá lægri stig en hinir. Spilin í stokknum eru númeruð frá 3-35, og talan segir til um stigin sem spilið gefur. Í röð með tveimur eða fleiri spilum telur aðeins lægsta spilið — en níu spil eru tekin úr stokknum áður en spilið hefst, svo það gæti vantað spilið sem þú ert að reyna að fá. Hver flís er -1 stig, en það gæti verið þess virði að fórna henni til að þurfa ekki að taka þetta þarna spil.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2006 Golden Geek Best Light / Party Game – Tilnefning
- 2006 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
- 2005 Tric Trac – Tilnefning
- 2005 Spiel des Jahres – Meðmæli
- 2005 Kinderspielexperten “8-to-13-year-olds” – Tilnefning
- 2005 Fairplay À la carte – Annað sæti
Umsagnir
Engar umsagnir komnar