Nocturne er þrautakennt, uppboðsspil og sett-söfnunarspil um klóka dulspekinga í kenjóttum skógi, myndskreyttum af Beth Sobel (Wingspan, Verdant, Cascadia, o.fl.).
Í Nocturne eruð þið dulspekingarefir sem nota galdra til að safna alls kyns töfrahlutum. Þið keppið á móti öðrum dulspekingum sem hver um sig metur hvenær er heppilegast að nota kraftmestu galdrana til að ferðast um skóginn og næla sér í besta safnið. Í hverri umferð ákveðið þið hvaða hlutir eru dýrmætastir fyrir ykkur og hvenær best er að halda aftur af andstæðingunum.
Yfir tvær umferðir (rökkur og mánaskin) keppist þið um að safna sterkasta settinu af töfrahlutum, sem hver hefur virði í setti en er líka hægt að nýta til að klára uppskriftir að töfraseyðum sem gefa þér enn meira orðspor.
Í hvorri umferð byrjið þið með sett af númeruðum merklum (e. token) sem sýna styrk töfraþulunnar ykkar. Merklarnir eru notaðir til að fremja galdra með og til að bjóða í hluti (og sérstakar aðgerðir) á skógargólfinu. Þegar þú fremur galdur, þá fá andstæðingar þínir tækifæri til að fremja enn voldugri galdur á næsta hlut við hliðina, í von um að draga hlutinn til sín og koma í veg fyrir að þú fáir það sem þú vilt. Smám saman munuð þið finna töfra sem loka stígum, eða leiða til aðstæðna þar sem þið getið framið sérstaka galdra. Ef galdurinn virkar ekki, þá getið þið gert fórn til skógarandanna, töframúsanna sem eru með sinn eigin fjársjóð sem þær gætu deilt með ykkur.
Uppsetningin á skógargólfinu er svo margbreytileg að engar tvær spilanir verða eins. Mismunandi markmið og aðstæður munu kalla á mismunandi leiðir til að sigrast á andstæðingunum í spili sem er með mikil samskipti og einstaka uppboðsaðferð.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar