Okyia er einstaklega einfalt, en klókt tveggja manna spil sem byggir á myllu. Í spilinu reyna leikmenn að öðlast hylli keisarans með því að raða flísunum sínum á réttan hátt. Eins er hægt að sigra með því að koma í veg fyrir að mótspilarinn nái sama markmiði.
Leikmenn skiptast á að taka flís af borðinu og taka til sín. Andstæðingurinn tekur svo flís með sama gróðri (hlynur, kirsuberjaviður, greni eða sverðlilja) eða sama ljóðræna tákninu (sólarupprás, fugl, regn, eða tanzaku — lítil blöð sem fólk skrifar stundum óskir á) og er á flísinni sem var síðast tekin. Spilið heldur svo áfram þar til:
- Leikmaður nær fjórum táknum í röð.
- Leikmaður býr til 2×2 ferning með flísunum.
- Leikmaður velur flís sem ekki á sér samsvörun á borðinu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar