Skoðað: 630
Vertu fyrstur til að fylla innkaupakörfuna með hlutunum sem eru á innkaupalistanum. Skemmtilegur minnisleikur, skiptir ekki máli þó textinn sé á ensku þar sem það eru myndir.
Þessi leikur er búinn að fá mikið af verðlaunum í Bretlandi og er eitt vinsælasta spilið hjá Orchard Toys.
Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir –
Þetta Lottó er sívinsælt. Börnin þurfa að lesa innkaupalista og fá allt það sem er á þeirra lista til að vinna. Rosalega skemmtilegt og öðruvísi.
Ágústa Sverrisdóttir –
Ég vinn í leikskóla þar sem þetta spil er til og hef spilað það þar með börnunum. Mjög skemmtilegt spil.
Ingunn Hreinberg Indriðadóttir –
Skemmtilegt spil fyrir yngstu börnin. Þau fá æfingu í málskilningi og orðaforða og leita að spjöldum eftir minni. Mjög vinsælt á mínu heimili.