Paladins of the West Kingdom gerist á órólegum tímum í Vestur-Frakklandi um 900 eftir Krist. Þrátt fyrir vinnu við að þróa borgina áfram, þá er þorpunum í kring enn ógnað af utangarðsmönnum. Arabar njósna á landamærunum, og víkingar ræna fjármunum og kvikfénaði. Jafnvel þeir býsönsku hafa sýnt á sér skuggahliðina. Sem hirðmenn og -konur þurfa leikmenn að safna verkamönnum frá borginni til að verja sig gegn óvinum, byggja virki og stunda trúboð í landinu. Sem betur fer eruð þið ekki ein. Af sinni miklu visku hefur konungurinn sent sína færustu riddara til að hjálpa ykkur. Svo gerið hestana klára og skerpið sverðin. Paladínarnir nálgast.
Paladins of the West Kingdom
9.630 kr.
Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 4 leikmenn
Spilatími: 90-120 mín.
Höfundur: Shem Phillips, S J Macdonald
* Uppselt *
Umsagnir
Engar umsagnir komnar