Skoðað: 37
Í hundagerðinu eru eigendurnir að leita að dýrinu sínu og bráðvantar hjálp.
Leikmenn þurfa að vera duglegir að horfa til að finna út hvaða hundsrass passar við hvaða hund, og þurfa svo að vera snöggir. En passið ykkur, því sumir hundar eru ruglingslega líkir!
Sandra Tryggvadóttir (staðfestur eigandi) –
Spilarar sjá mynd af hundi og þurfa að finna hvaða afturenda hundurinn á. Sá sem finnur réttan afturenda fyrstur fær spilið og sá sem hefur flest spil í lokin vinnur.
Þemað er skemmtilegt og krakkarnir hafa gaman af spilinu, sá 3 ára ræður alveg við það og það er næstum of auðvelt fyrir þá 5 ára, en þau geta ekki spilað það saman. Það er nefnilega bara eitt rétt svar hverju sinni og sá fljótasti vinnur og spilið er því ekki skemmtilegt nema getustig spilara sé svipað. Skemmtilegt spil fyrir jafningjahóp.