Í Ready Set Bet flykkist þið á veðreiðarnar til að taka þátt í fagnaðarlátunum, hrópunum og að veðja á uppáhaldshestinn ykkar — og örlög hans hvíla á hverju teningakasti.
Ready Set Bet á sér stað yfir fjórar umferðir. Í hverri umferð er keppni og svo uppgjör veðmála. Í hverri keppni megið þið setja veðmálamerklana (e. betting token) á leikborðið á meðan á keppninni stendur. Eftir hverja keppni, þá tapar þú eða vinnur peninga fyrir hvern veðmálamerkil sem þú settir niður, og færð svo VIP klúbbkort til að hjálpa þér að vinna meiri pening í næstu keppnum. Eftir fjórar umferðir sigrar það ykkar sem er með mestan pening.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2022 Golden Geek Light Game of the Year – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Party Game – Sigurvegari
Umsagnir
Engar umsagnir komnar