Ímyndaðu þér að þú sér ofurtölva. Ímyndaðu þér nú að þér leiðist. Þér dettur í hug smá keppni sem þú og ofurtölvuvinir þínir geta skemmt sér við. Markmiðið er að færa einföldu litlu vélmennin um á verksmiðjugólfinu í gegnum braut sem liggur um verksmiðjuna. Gallinn er að brautin er full af allskyns óþægindum: Færibönd, kremjarar, leysigeislar, olíublettir og svo framvegis. Skemmtunin byrjar þegar vélmennin fara óvart fyrir hvert annað. Allt í einu er þessi frábæra leið sem þú skipulagðir orðin eitthvað allt annað en góð…
Robo Rally
10.350 kr.
Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 20-120 mín.
Höfundur: Richard Garfield
* Uppselt *
Skoðað: 62
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Fjöldi púsla | |
Spilatími | |
Aldur | |
Fjöldi leikmanna | |
Útgefandi |
3 umsagnir um Robo Rally
You must be logged in to post a review.
Guðrún Mobus Bernharðs –
Skemmtilegur leikur sem að byggist á því að einbeita sér að nokkrum skrefum í einu, og krossa svo fingur og tær.
Mæli eindregið með honum.
Salóme –
Frábært spil! Reynir á rökhugsun og að geta reiknað sig fram í tímann. Spilið gengur út á að forrita vélmennið sitt og ná fánum, svipað og “capture the flag”. Á vegi vélmennanna er þrautabraut sem þarf að komast yfir og svo geta önnur vélmenni haft drastísk áhrif á leið þíns vélmennis að takmarkinu. Gott spil með 4-6 spilara. 2-3 eru eiginlega of fáir til að það komist eitthvað fúkt í leikinn. Ath. Þarf ekki að kunna neina forritun fyrirfram.
Ísak Jónsson –
Forritunarspil þar sem þú stjórnar vélmenni og reynir að koma því sem fyrst að flagginu/flöggunum. Hægt er að stilla upp alls kyns mismunandi leikborðum og það er mikill kaos í gangi sérstaklega ef spilarar eru fleiri. Eitt af mínum uppáhalds spilum.