Alltaf klassískt, og nú í handhægu litlu tinboxi sem hentar vel til ferðalaga.
Rummikub er mjög líkt rommí, sem spilaður er með spilastokki. Tilgangurinn er að losa sig við alla kubbana. Þetta er gert með því að búa til slagi af röð (ás, tvistur, þristur) eða þrjá til fjóra eins (3 ásar). Litirnir á kubbunum virka eins og sort í spilum. Leikurinn getur orðið mjög spennandi þegar líður á og reynir á kænsku.
Þessi leikur hefur verið til síðan um 1930 og náði heimsathygli um 1970 og heldur alltaf velli. Rummikub klikkar aldrei! Skyldueign í sumarbústaðinn.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar