Í spilinu fáið þið öll lítinn bunka af spilum (4-6 spil eftir fjölda leikmanna) og leggið fimm spil til viðbótar á borðið. Þið virðið fyrir ykkur spilin á borðinu, og lokið svo augunum — nema það ykkar sem er yngst. Það fær að snúa einu spili við á meðan aðrir eru með lokuð augun. Hin keppast svo um að finna út hvaða spili var snúið við, því myndin á hinni hliðinni er næstum eins, en ekki alveg: Hefur einhver kveikt ljósin í húsinu? Snýr húfan á stráknum öfugt? Og var barnið þarna með apa á hausnum áðan? Hver sem uppgötvar fyrst hvaða spili var snúið við fær það spil að launum, og setur eitt af sínum spilum í staðinn, og færa að snúa við í næstu umferð. Ef ekkert ykkar finnur rétta spilið, þá fær það ykkar sem sneri spilinu við að setja eitt af sínum spilum út.
Þegar eitthvert ykkar klárar öll spilin í bunkanum sínum, þá er spilinu lokið og sigurvegarinn fundinn.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2015 Lys Enfant – Úrslit
- 2015 Kinderspiel des Jahren – Meðmæli
Stefán Jónsson –
Fínasta spil sem kallar á mikla einbeitingu. Frábært að grípa í með ungum spilurum.