Velkomin, borgarverkfræðingar! Hannið besta hverfið með munstrum frá nýjum og spennandi „Kubbahristi“. Þið munuð setja blöndu af flísum til að byggja upp lifandi borg. Besti verkfræðingurinn sigrar!
Shake That City er fjölskylduspil með þrautakenndri flísalagningu, og spilast á undir klukkustund. Spilið á sér stað yfir nokkrar umferðir. Það ykkar sem á að gera hristir „Kubbahristinn“ og með honum býr til 3×3 munstur, sem segir til um munstrin sem þið getið lagt í þeim lit á borðið ykkar. Flísarnar sem eru lagðar á spjöldin samsvara vegum, verksmiðjum, verslunum, görðum, og auðvitað heimilum. Aðrir leikmenn velja svo hvaða lit annan en þann sem virki spilarinn valdi, og svo setja flísar í þeim lit á spjaldið sitt. Þið fáið svo stig fyrir flísa-kombó og og fyrir að klára bónusflísar við kantinn á spjaldinu.
- Vegir vilja tengjast köntum á spjaldinu.
- Verksmiðjur vilja vera við hliðina á öðrum verksmiðum og vegum.
- Heimili vilja vera í hópum sem eru eins litlir og hægt er — minnsti er ein flís — svo lengi sem þau eru ekki við hliðina á verksmiðju.
- Garðar vilja vera við hlið verksmiðja og heimila.
- Verslanir skora fleiri stig eftir því sem þær eru nær miðju borgarinnar, en ef þær eru ekki á kanti, þá þurfa þær að vera við hlið vegar sem tengist í kantinn til að skora stig. Án vegar, þá hafið þið engar vörur að selja!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar