Skoðað: 2.337
Shit happens er ótrúlega fyndin og skemmtileg blanda af Timeline og Cards against humanity. Á hverju spili er einhver hræðilegur atburður sem hefur gerst, eða GÆTI komið fyrir þig. Eins og: Svermi býflugna ræðst á þig eða Þú sérð pabba þinn nakinn. Hópur sérfræðinga í geðheilsu er búinn að raða spilunum eftir ömurðarskala frá einum upp í hundrað. Leikmenn þurfa að geta raðað tíu spilum í rétta röð til að vinna.
https://youtu.be/E_OcAxTczWo
Hrund –
Ómissandi spil í útileguna eða þar sem fullorðið fólk hittist til að spila. Þetta er mjög fyndið spil og skemmtilegt, sérstaklega gaman að spila það með þeim sem eru aðeins viðkvæmir.
Þórhallur Ólafsson –
Hressandi spil með hressum hóp
Sara –
Er bara rétt aðeins búin að opna kassan og kíkja á reglurnar en það lofar geggjað góðu
Sigurlaug –
Mjög skemmtilegt spil með hressum hópi. Skapar skemmtilegar umræður um óvenjulegar pælingar
Klara –
Spil sem skapar skemmtilegar umræður og gott partyspil!
Linda Björg Guðmundsdóttir –
Hressandi partíspil fyrir alla. Jafnvel þá sem nenna ekki að spila. Einfalt og auðvelt að læra. Þarf alls ekki að taka langan tíma í spilun.
Baldur –
Fyndið og skemmtilegt spil fyrir fólk EKKI á öllum aldri.
Hentar mjög vel í fullorðins spilakvöldið, sama hvort spilararnir eru 2 eða 10.
Ég mæli hins vegar ekki með að spila það of mikið, það þarf að taka pásur. Annars er maður fljótur að læra spjöldin og þá er gamnið eiginlega búið.
Erla Björk Helgadóttir –
Skemmtilegt spil sem fær alla til að hlæja. Mæli með þessu spili í allskonar partý eða spilakvöld heima. Ekki fyrir yngri kynslóðina.
Lillian –
Fljótlegt og gott partýspil.
Kolbrún –
Fyndið og skemmtilegt partý spil. Fyrst var það pínu skrítið því maður var ekkert endilega sammála öllu en svo fer maður að verða góður í því að giska sem vekur upp mikla kátínu.
Þórdís –
Skemmtilegt spil í góðum hóp. Margt sem maður er ekki sammála sem vekur upp fyndnar umræður. Getur tekið stuttan tíma sem er jákvætt þar sem auðvelt er að halda athygli en hægt að spila aftur og aftur ef stemning er fyrir 🙂
Anna Karen –
Hressandi spil, skemmtilegast ef nokkrir eru saman að spila
Ísak Jónsson –
Mjög gott partíspil. Eins konar tilbrigði við Timeline með fullorðinshúmor.