Slamwich er hraðaspil þar sem munsturþekking getur smurt ykkur leiðina til sigurs. Spilin eru skorin til að líta út eins og brauðsneiðar, og á þeim eru alls kyns góðgæti sem sett er á samlokur, auk samlokuþjófa og fleiri óféta.
Til að spila, þá skiptir þú bunkanum jafnt á milli leikmanna, og leggur restina til hliðar. Hvert á fætur annars takið þið efsta spilið í ykkar bunka og snúið því upp beint á miðjubunkann. Undir sérstökum kringumstæðum, þá keppist þið við að slá á bunkann — og búið þá til „slamwich“ upp á enskan máta. Það ykkar sem er fyrst fær allan bunkann. Kringumstæðurnar sérstöku eru:
Ef spilið sem var verið að setja út er eins og annað spil neðar í bunkanum, (kallað koja eða „double decker“) sláðu á bunkann.
Ef tvö eins spil eru með nákvæmlega eitt spil á milli sín (kallað slammloka, eða „slamwich“), sláðu á bunkann.
Ef þjófur er settur efst á bunkann, sláðu á bunkann.
Ef spilið er japlari (e. muncher), þá á næsti leikmaður að snúa eins mörgum spilum á bunkann og talan á japlaranum segir til um. Ef það tekst ekki, þá fær leikmaðurinn á undan bunkann; ef það verður til slammloka eða koja, eða það kemur þjófur, þá keppast allir við um að slá á bunkann.
Ef eitthvert ykkar klárar bunkann sinn, þá er viðkomandi úr leik. Það ykkar sem fær öll spilin sigrar.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar