„Eru stjörnurnar framandi hér?“ spurði hún, og himininn varð skyndilega svartur, stjörnumerkin ókunn og einkennileg. „Þetta er Hið Ráfandi Haf. Guðirnir hafa sent þig hingað, og þú þarft að vekja þá ef þú vilt komast heim.“
Í Sleeping Gods eruð þið Kafteinn Sofi Odessa og áhöfn hennar, týnd í furðulegum heimi árið 1929 á gufuskipinu Manticore. Þið þurfið að vinna saman til að lifa af, rannsaka ókunnar eyjar, hitta nýjar persónur og leita að styttum guðanna svo þið getið haldið heim á leið.
Sleeping Gods er herferðarspil (e. campaign). Hvert spil getur verið eins langt og þið viljið. Þegar þið viljið hvíla ykkur, þá merkið þið ferðalagið á blað, sem gerir það auðvelt að byrja á saman stað næst þegar þið spilið. Þú getur spilað einmenning eða með vinum í gegnum herferðina. Það er auðvelt að bæta leikmönnum inn og út úr spilinu. Markmiðið er að finna minnst fjórtán styttur sem eru dreifðar um heiminn. Eins og að lesa bók, þá klárið þið ferðalagið á einum eða tveimur tímum í einu, uppgötvið ný lönd, sögur, og áskoranir á leiðinni.
Sleeping Gods er heimskortaspil. Hver síða af heimskortinu sýnir aðeins lítinn hluta af heiminum sem þið eruð að kanna. Þegar þið eruð komin á enda síðunnar og viljið halda áfram í sömu átt, þá flettið þið einfaldlega og siglið áfram.
Sleeping Gods er söguspil. Hver ný staðsetning inniheldur mikil ævintýri, leynda fjársjóði, og lifandi persónur. Val ykkar hefur áhrif á persónurnar og framvindu spilsins, og getur aukið eða hindrað möguleika ykkar á að komast heim
Velkomin í víðfeðman heim. Ferðalag ykkar hefst núna.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2023 Nederlandse Spellenprijs Best Expert Game – Sigurvegari
- 2023 Lys Expert – Úrslit
- 2023 Gra Roku Best Thematic Game – Tilnefning
- 2023 Gra Roku Advanced Game of the Year Nominee
- 2022 Goblin Magnifico – Tilnefning
- 2022 Bulgarian Board Game Awards Expert Game of the Year – Tilnefning
- 2022 American Tabletop Complex Games – Tilnefning
- 2021 Meeples Choice Award – Tilnefning
- 2021 International Gamers Award Solo – Tilnefning
- 2021 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
- 2021 Golden Geek Medium Game of the Year – Tilnefning
- 2021 Golden Geek Best Thematic Board Game – Sigurvegari
- 2021 Golden Geek Best Solo Board Game – Tilnefning
- 2021 Golden Geek Best Cooperative Game – Tilnefning
- 2021 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation – Sigurvegari
- 2021 Cardboard Republic Immersionist Laurel – Sigurvegari
- 2021 Board Game Quest Awards Most Innovative Game – Tilnefning
- 2021 Board Game Quest Awards Game of the Year – Tilnefning
- 2021 Board Game Quest Awards Best Thematic Game – Sigurvegari
- 2021 Board Game Quest Awards Best Production Values – Tilnefning
- 2021 Board Game Quest Awards Best Cooperative Game – Tilnefning






Umsagnir
Engar umsagnir komnar