Pönnukökudrottningin, Maríuerludrottningin og tíu vinkonur þeirra hafa fengið á sig svefnálög og þú verður að vekja þær. Í Sleeping Queens keppast leikmenn við að vekja 12 drottningar sem eru spil sem liggja á grúfu á borðinu.
Kóngur vekur sofandi drottningu. Riddari stelur drottningu annars leikmanns — nema hann hafi dreka til að verja hana! Svefnlyf svæfir drottningu — töfrasproti stoppar svefnlyf! Hirðfífl fer í talnaleik! Töluspilum má skipta út með samlagningu!
Spil sem fullorðnum finnst flókið og börnum einfalt.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Kinderspiel des Jahres – Meðmæli
- 2017 Graf Ludo Best Children’s Game Graphics – Sigurvegari
- 2015 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
- 2006 Golden Geek Best Kids’ Board Game – Tilnefning
Þorri –
Skemmtilegt spil sem gaman er að spila við krakkana, og þau geta spilað við vini sína. Ekki er verra að spilið laumar inn samlagningu án þess að gera hana að aðalatriði. Aðalatriðið er að vekja drottningarnar, eða ræna þeim af félögum sínum (eða verja þær með drekanum).
Spilið hentar vel 7 ára og eldri (þó það standi 8+ á kassanum).
Kristín –
Drottningarspilið hefur verið uppáhaldspil fjölskyldunnar í meira en ár.
Við höfum spilað svo oft að yngsti strákurinn okkar sem er næstum því 5 ára getur spilað án hjálpar.
Anna Karen (staðfestur eigandi) –
Eitt af þeim skemmtilegustu spilum sem ég hef spilað. Auðskiljanlegar spilareglur
Hjördís (staðfestur eigandi) –
Eitt af uppáhalds spilum fjölskyldunnar. Maður þarf að hugsa, reikna en það gleymist í skemmtuninni.
Ásta Eydal –
Mjög skemmtilegt spil fyrir alla aldurshópa. Myndirnar á spilunum eru fallegar og börnum finnst þær afskaplega fyndnar, auk þess sem spilið æfir einfalda stærðfræði án þess að nokkur verði þess var.
María Þórdís Ólafsdóttir (staðfestur eigandi) –
Uppáhalds spilið okkar. Spil fyrir alla fjölskylduna.
Sigurrós Sandra –
Skemmtilegt og auðvelt spil til að spila við börnin. Þjálfar hjá þeim reikning í leiðinni
Hann Þórsteinsdóttir –
Þetta spil er mikið spilað á mínu heimili ásamt Too many monkeys og spil sem við fáum heldur ekki leið á. Það er tekið með í öll ferðalög og er skemmtilegt spil með einfaldri æfing í stærðfræði í leiðinni.
Guðlaug Bára Helgadóttir –
Við spiluðum þetta á spilakvöldi fyrir nokkrum árum og okkur finnst nauðsynlegt að grípa í það af og til.
Laufey –
Við mæðgur elskum þetta spil. Tökum þetta alltaf með i ferðalagið. Hjarta drottningin er okkar uppáhald. Við höfum spilað það upp i stigafjölda en þetta er svo skemmtilegt spil að það hefur lika verið spilað þar til allar drottningarnar voru búnar. Við höfum oft gefið þetta spil. Á að vera til á hverju heimili.
Kristjana –
Ótrúlega skemmtilegt spil fyrir börn og fullorðna. Við fjölskyldan spilum þetta eiginlega á hverjum degi. 7 ára stelpan æfist í samlagningu og 4 ára barnið elskar að passa upp á að töfrasprotinn og drekinn séu notaðir 🙂
Erla –
Þetta spil hefur verið ansi mikið spilað á mínu heimili frá því að krakkarnir voru litlir. Mæli með fyrir allan aldur.
Steinunn –
Þetta spil er í miklu uppáhaldi hjá mínum börnum og við foreldrarnir fáum ekki leið á að spila það með þeim. Mjög skemmtilegt spil frá ca. 5 ára
Tinna –
Uppáhalds spil fjölskyldunnar þessa dagana. 7 ára stelpan okkar æfir sig í stærðfræði og við eigum góðar stundir saman.
Lára –
Frábært spil fyrir alla fjölskylduna. Yngsti meðlimur hefur spilað það frá 4ra ára aldri. Auðvelt að spila og eitt skemmtilegasta spilið til þess að grípa með sér.
María Ásmundsdóttir Shanko –
Virkilega skemmtilegt fjölskylduspil með 6-10 ára. Við höfum oft spilað það. Myndirnar eru líka mjög fallegar og hafa verið innblástur fyrir dóttur mína sem teiknar mikið.
Óskar Örn –
Brilljant fjölskylduspil fyrir svona 7 ára og eldri. Höfum líklega ekki spilað nokkuð spil á heimilinu jafn oft og þetta, og þetta hefur líka ratað í nokkra pakka frá okkur.
Varla spil sem fullorðnir setjast niður og spila saman (en hvað veit ég svo sem?) en fyrir blandaðan aldur er þetta fullkomið!
Ingunn Hreinberg Indriðadóttir –
Skemmtilegt fjölskylduspil sem hentar ungum börnum. Það verður svolítið þreytt eftir nokkra umganga því spilafléttan er fremur grunn og gengur út á einskæra heppni fremur en strategíu. Fínt spil til að draga fram í fjölskylduboðum eða taka með í bústaðinn.
Daníel Hilmarsson –
Virkilega skemmtilegt fjölskylduspil sem er auðvelt að setja sig inn og fljótspilað. Spila þetta jafnt með konunni sem og með börnunum og oft ég sem sting upp á því. Spilið er hannað 6 ára stelpu og er fullkomið fyrir 6-15 ára börn.