Skoðað: 1.666
Smart 10 er komið á út íslensku!
Smart 10 er spurningaspil þar sem leikmenn þurfa ekki að bíða lengi eftir að fá að svara. Það eru tíu svör við hverri spurningu, og allir leikmenn fá að svara hverri spurningu. Ef svarið er rétt, þá fær leikmaðurinn merkil. En ættir þú að svara eða segja pass? Ef þú svarar rangt, þá missir þú merkilinn. Ef þú passar, þá heldurðu honum.
Þannig að ef þú ert ekki 100% viss, hvort tekurðu sénsinn eða segir pass?
Frábært liðaspil.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2020 Spiel der Spiele Game of the Year – Sigurvegari
- 2017 Årets Spel Best Adult Game – Sigurvegari
Karl Már –
Skemmtilegt og þægilegt spil. Notum það jafn heima og á ferðinni. Sem lið eða einstaklingar. Getur verið erfitt fyrir þá sem geta ekki hætt.