Hve vel þekkir þú vini þína — getur þú fundið sálufélagann?
Til að komast að því, þá safnar þú vina-flísum með öðrum leikmönnum. Þú gerir það með því að giska á svör leikmanna við spurningu umferðarinnar. Leikmenn sem hafa safnað flestum vina-flísum við leikslok verða Sálufélagar.
Í hverri umferð notið þið eina af 125 spurningum sem eru með fjórum mismunandi svörum hver. Fyrst svarið þið hvert fyrir sig, svo giskið þið á hvað aðrir völdu. Ef þú parast, þá færðu vina-flís með þeim sem þú paraðist við.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar