Skoðað: 1.954
Stafastuð – frá A til Ö er skemmtilegt og fallegt stafaspil fyrir börn. Hægt er að spila stafaspilið á marga mismunandi vegu og það hentar bæði börnum sem eru að kynnast stöfunum og þeim sem eru lengra komin. Þetta er spil sem að ungir stafa- og spila áhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
María Konradsdottir –
Skemmtilegur spilastokkur sem hægt er að nota á nokkra mismunandi máta. Frábær fyrir börn sem eru að byrja að læra stafrófið og jafnvel aðeins farin að lesa. Stafabingóið er í uppáhaldi hjá 4 ára syninum:-)
Stefán A. –
Skemmtilegt spil, hægt að spila margar útgáfur af þessu og eru þær allar mjög skemmtilegar
Hentar fyrir börn sem að kunna stafina og eldri börn líka.
Dröfn Teitsdóttir –
Falleg spil sem hægt er að spila á mismunandi vegu. Mjög sniðugt fyrir börn sem eru að læra stafina og að lesa.