Star Realms

Rated 4.50 out of 5 based on 2 customer ratings
(2 umsagnir viðskiptavina)

3.630 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 20 mínútur
Hönnuður: Robert Dougherty, Darwin Kastle

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF1-WWG001 Flokkur: Merki: , ,

Skráðu þig á biðlistann til að fá tölvupóst strax og þessi vara kemur aftur á lager.

Skoðað: 70

Star Realms er hratt stokkabyggingarspil þar sem barist er úti í geimnum. Það sameinar skemmtunina við að byggja stokka með spilun sem er í skiptispilum (eins og Magic the Gathering). Á meðan á spilinu stendur ertu að kaupa geimskip og geimstöðvar úr því sem er í boði á miðju borðinu. Seinna notar þú svo þessi skip og stöðvar til að ráðast á andstæðing þinn. Þegar andstæðingurinn á engin líf eftir, hefur þú sigrað!

Hægt er að fjölga leikmönnum með því að bæta við spili, eitt spil fyrir hverja tvo leikmenn — allt upp í sex leikmenn. Þetta er fyrsta spilið í Star Realms seríunni.

Star Realms er auðvelt að læra og kenna, sérstaklega ef fólk er vant stokkabyggingarspilum, en það er dýpt í spilinu sem gefur pláss til að ná færni í því. Spilið felur í sér mikið af taktík, án þess að nýir spilarar fyllist angist yfir valmöguleikunum.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2017 As d’Or – Jeu de l’Année Expert – Tilnefning
  • 2015 SXSW Tabletop Game of the Year – Sigurvegari
  • 2015 Origins Awards Best Card Game – Tilnefning
  • 2015 International Gamers Award – General Strategy: Two-players – Tilnefning
  • 2014 Meeples’ Choice – Tilnefning
  • 2014 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
  • 2014 Golden Geek Best Strategy Board Game – Tilnefning
  • 2014 Golden Geek Best Card Game – Sigurvegari
  • 2014 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Sigurvegari
Aldur
Fjöldi leikmanna

Fjöldi púsla
Útgefandi

2 umsagnir um Star Realms

  1. Einkunn 5 af 5

    Daniel

    Snilldar spil.
    Fljótt í spilun og auðvelt að kenna.
    Maður tekur oft 2-3 í röð og ekkert spil er eins þar sem það eru nokkuð mörg spil í boði og svo verður þetta bara ennþá betra með viðbætum

  2. Einkunn 4 af 5

    Sigurjón Magnússon

    Mjög skemmtilegt deck building spil

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;