Í þessu hraða kortaspili er markmiðið að ná bestu samsetningunni af sushi réttum þar sem þeir þjóta framhjá. Safnaðu stigum með því að búa til flestar maki-rúllur eða safna setti af sashimi. Dýfðu uppáhalds réttinum þínum í wasabi til að þrefalda stigafjöldann. En ekki gleyma því að skilja eftir pláss fyrir eftirrétt því þá tapar þú stigum. Hefur þú það sem þarf til að kalla þig sushi sérfræðing?
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2015 UK Games Expo Awards Best General Card Game – Sigurvegari
- 2015 Origins Awards Best Card Game – Tilnefning
- 2015 Nederlandse Spellenprijs Best Family Game – Tilnefning
- 2015 Boardgames Australia Awards Best Australian Game – Tilnefning
- 2013 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
- 2013 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning
Erla (staðfestur eigandi) –
Skemmtilegt spil til að grípa í. Spilast á svona korteri, myndirnar á kortunum eru sætar og það er auðvelt að kenna það nýjum spilurum. Spila þetta m.a. með 8 ára syni mínum og hann var ótrúlega fljótur að ná þessu.
Halldóra –
Keyptum þetta spil áður en við fórum til útlanda og sáum ekki eftir því, spilið er ótrúlega krúttlegt og krakkarnir (5-8 ára) spiluðu þetta út í eitt á sundlaugabakkanum. Þetta er ekta fjölskylduspil og spilast á stuttum tíma.
Ísak Jónsson –
Þetta er virkilega fljótlegt og skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna. Mjög einfalt að læra það. Ég mæli eindregið með að kaupa “Sushi Go Party!” útgáfuna þar sem hún býður upp á meiri fjölbreytni en grunnspilið.
Stefán Ingvar Vigfússon –
Ótrúlega skemmtilegt spil, alls ekki ósvipað 7 wonders, nema minna og léttara. Ég tók það í vinnuferð og við spiluðum það á hverju kvöldi.
straumland (staðfestur eigandi) –
Skemmtilegt spil sem fylgir alltaf með í ferðalög. Einfalt að spila og verður ekki leiðigjarnt.
Eidur S. –
Allt í lagi drafting leikur. Hver leikmaður er með stokk af spilum, þar sem hann velur eitt úr og réttir síðan næsta leikmanni spilastokkinn. Þannig gengur leikurinn áfram þar til spilastokkarnir eru tómir. Hver leikmaður fær stig eftir því hvaða spil hann valdi, en þau gefa mismunandi stig eftir því hvort þú sért t.d. með tvö eins af einhverju ákveðnu, eða mörg af einhverju öðru.
Mér finnst leikurinn bara aðeins of einfaldur. Það er gaman að reyna að giska á hvað hinir eiga eftir að gera og velja spil í takt við það. Hins vegar eru bara svo fáar tegundir spila í boði að maður nær ekki að vera með mjög mikla eða flókna “strategíu”. Þetta gæti mögulega verið kostur ef spilað er með börnum samt.
Kristinn Pálsson –
Skemmtilegt kortaspil sem er líka mjög fallegt og gleður augað. Einfalt að kenna og leikri nokkuð stuttir. Kemur í litlum umbúðum sem gott að er ferðast með. Skemmtilegt í svona léttari partýum eins og eftir mat. Annars líka gott til að hita upp fyrir flóknari spil.