Swindler

6.780 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 45-60 mín.
Höfundur: Matthias Cramer

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: PEG59057 Flokkur:
Skoðað: 144

Lífið er ekki létt í London. Borginni stjórna peningar, og því tilvalið fyrir okkur svindlarana og veskjaþjófana að taka okkar skerf.

Swindler sameinar taka-sénsinn gangverk í spili með hafðu-þetta í skemmtilegu og þemaríku spili sem á sér stað í Lindon á Viktoríu-tímabilinu. Í hverri umferð stelið þið frá einum af fimm peningapokum, og takið merkla úr pokanum sem varð fyrir valinu. Hver poki er fullur af peningum, skartgripum, og fleiri gersemum — en í hverjum poka er líka ein hauskúpa! Ef þið dragið hauskúpuna, þá tókuð þið of marga sénsa og voruð gripin glóðvolg. Þið munuð ekki aðeins missa allt sem þið stáluð í þessari umferð, heldur líka því sem þið hafið stolið úr sama poka í fyrri umferðum.

Það er ekki klókt að sitja lengi á ránsfengnum ef þið skylduð vera gripin. Þið getið selt fenginn fyrir stig. Eins getið þið notað fenginn til að uppfylla pantanir, en þar þurfið þið að keppast um, því uppfyllt pöntun er farin og engin fleiri stig að fá þar. Sem betur fer eruð þið ekki ein á báti! Þið getið ráðið til ykkar vitorðsmenn til að komast lengra, eða skemma fyrir öðrum.

Það ykkar sem er með flest stig eftir ákveðinn fjölda umferða mun fá titilinn sem Mesti svindlarinn í London og þannig sigra spilið.

 

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Spilatími

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Swindler”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;